STARF

Rennismiður

Rennismiður smíðar hvort tveggja hluti til fjöldaframleiðslu og einstaka íhluti til viðhalds og viðgerða. Oft er um að ræða flókna hluti sem unnir eru í tölvustýrðum vélum. Aðallega er smíðað úr málmum og málmblöndum en einnig úr plasti, næloni og tré. Rennismíði er löggilt iðngrein.
 
Rennismiðir starfa oft í samvinnu við aðra málm- og véltæknimenn, vélstjóra, rafvélavirkja og hönnuði. Í starfi sem rennismiður gætirðu unnið í vélsmiðju, á rennismíðaverkstæði eða í annars konar málmiðnaðarfyrirtæki.

Helstu verkefni
  • meta fagteikningar
  • búa til verk- og verkefnalýsingar
  • velja efni og efnismeðferð
  • hanna, forma og móta ýmsa málmhluti
  • smíða vélar eða vélarhluta, til dæmis fyrir matvælavinnslu
  • forrita tölvustýrðar vélar svo sem rennibekki og fræsivélar
  • stjórna prófunum og gæðaeftirliti
Hæfnikröfur

Rennismiður þarf að hafa haldgóða þekkingu á tölvum og þekkja vel málmtegundir og þær vélar og verkfæri sem unnið er með. Rennismiðir vinna með handvirkar og tölvustýrðar iðnvélar, einkum spónatökuvélar eins og rennibekki og fræsivélar en einnig ýmis handverkværi svo sem rennimál, míkrómæli, slípirokka og handborvélar. Rennismiður þarf að geta hugað að mismunandi verklagi eftir því hvort um stykkjaframleiðslu, viðgerðarvinnu eða fjöldaframleiðslu er að ræða.

Félag vélstjóra og málmtæknimanna

Námið

Nám í rennismíði hefur verið kennt við Borgarholtsskóla og Tækniskólann auk þess sem grunnnám málmiðngreina má finna víðar. Nám rennismiðs tekur um þrjú ár auk starfsþjálfunar.

Raunfærnimat hefur farið fram og/eða kann að vera í boði.

Rennismíði
Ekki fyrir þig?

Skoðaðu aðra valmöguleika

Tengd störf

Aðstoð í málmiðnaði

Blikksmiður

Kælitæknir

Málmsuðumaður

Netagerðarmaður

Stálsmiður

Tæknifræðingur

Tækniteiknari

Náms- og starfsráðgjöf