STARF

Prentsmiður/grafískur miðlari

Prentsmíði og grafísk miðlun er eitt og sama starfið. Prentsmiðir annast forvinnslu prentgripa, sjá um ferlið frá því hugmynd kviknar þar til verk er tilbúið til prentunar eða birtingar. Hlutverk prentsmiða er því að miðla myndum og gögnum þannig að viðtæki; prentgripir og skjáir birti þau gögn rétt og vel. Prentsmíð er löggilt iðngrein.
 
Vinna prentsmiða fer að miklu leyti fram í tölvum, í teikni-, myndvinnslu- og umbrotsforritum. Í starfi prentsmiðs gætirðu unnið í prentsmiðjum, auglýsingastofum eða grafískum deildum fyrirtækja.

Helstu verkefni

Viðfangsefni prentsmiða eru  þrenns konar:

  • umbrot og gagnavinnsla
  • myndvinnsla og útlitsteiknun
  • hönnun
Hæfnikröfur

Prentsmiður/grafískur miðlari þarf að geta tekið á móti texta og myndefni og gengið frá því til prentunar eða birtingar. Einnig þarf að kunna góð skil á textameðferð og textasetningu, þekkja vel leturgerðir og stílbrigði og hafa gott vald á myndbyggingu. Í starfinu er nauðsynlegt að þekkja til vefsmíði og viðmótshönnunar sem og útlitshönnunar fyrir sjónvarp, netmiðla og snjalltæki.

GRAFÍA

Námið

Grafísk miðlun (prentsmíði) er nám á framhaldsskólastigi, kennt við Tækniskólann. Meðalnámstími er þrjú til fjögur ár að meðtalinni starfsþjálfun.

Prentsmíði/Grafísk miðlun
Ekki fyrir þig?

Skoðaðu aðra valmöguleika

Tengd störf

Bókasafns- og upplýsingafræðingur

Bókbindari

Grafískur hönnuður

Skjalavörður

Starf við skjalaumsjón

Náms- og starfsráðgjöf