Næringarráðgjafar ráðleggja einstaklingum og hópum um áhrif mataræðis á heilsu. Í starfinu felst að viðhalda sem bestu næringarástandi einstaklinga og stuðla að góðri líðan þeirra. Ráðgjöf næringarfræðinga nær einnig til heilbrigðisyfirvalda, matvælaframleiðenda, mötuneyta og félagasamtaka þar sem fjallað er um æskilegt mataræði, næringu og hollustuhætti. Næringarráðgjafar eru löggilt heilbrigðisstétt.

Næringarráðgjafar geta sérhæft sig í fæðismeðferð vissra sjúkdóma, svo sem hjarta- og æðasjúkdóma, meltingarfærasjúkdóma, barnasjúkdóma, nýrnasjúkdóma og sykursýki eða sérhæft sig í kennslu á framhalds- og háskólastigi. Í starfi næringarráðgjafa gætirðu starfað á sjúkrastofnun og/eða veitt ráðgjöf opinberum stofnunum, matvælafyrirtækjum og almenningi.

Helstu verkefni
  • ráðgjöf um almennt mataræði og sérfæði
  • val á sérfæði í samráði við annað heilbrigðisstarfsfólk
  • ráðgjöf til aðstandenda sjúklinga og ábendingar um fæðuval
  • rannsóknir á sviði næringarfræði
Hæfnikröfur

Næringarráðgjafar fá starfsleyfi frá landlækni og er krafist BS-prófs í næringarfræði auk eins árs framhaldsnáms í næringarráðgjöf að lágmarki. Næringarráðgjafi þarf að geta borið ábyrgð á þeim forvörnum og ráðgjöf sem veitt er auk þess sem mikilvægt er að þekkja faglegar takmarkanir og virða þagnarskyldu þegar við á.

Matvæla- og næringarfræðafélag Íslands

Námið

Næringarfræði er kennd við matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands. Ljúka þarf BS–prófi auk eins árs framhaldsnáms í næringarráðgjöf að lágmarki. Hluti námsins er starfsmenntun á sjúkrahúsi eða heilbrigðisstofnun.

Næringarfræði
Ekki fyrir þig?

Skoðaðu aðra valmöguleika

Tengd störf

Áfengis- og vímuvarnarráðgjafi

Augnlæknir

Bakari

Barþjónn

Dýralæknir

Félagsráðgjafi

Fótaaðgerðafræðingur

Framreiðslumaður

Náms- og starfsráðgjöf