Næringarfræðingar sinna rannsóknum í næringarfræði og vöruþróun auk þess að ráðleggja um mataræði. Í starfinu felst meðal annars að ráðleggja heilbrigðisyfirvöldum, matvælaframleiðendum, einstaklingum og félagasamtökum um ýmislegt sem varðar áhrif mataræðis á heilsu fólks. Næringarfræðingar eru löggilt heilbrigðisstétt.

Næringarráðgjafar geta sérhæft sig á ýmsum sviðum, svo sem í kennslu eða á sviði lífefna- og lífeðlisfræði, matvælafræði og næringarráðgjafar. Í starfi sem næringarfræðingur gætirðu starfað hjá einkafyrirtæki eða opinberri stofnun við almenna ráðgjöf, rannsóknir, eftirlit eða kennslu.

Helstu verkefni
  • rannsóknir á neysluvenjum, næringarþörf og næringarástandi
  • athuganir á áhrifum einstakra næringarefna á líkamsstarfsemi
  • efnagreining matvæla með tilliti til næringar- og aukaefna
  • gerð og endurskoðun reglugerða er snerta matvæli
  • ráðgjöf um æskilegt mataræði, næringu og hollustuhætti
Hæfnikröfur

Næringarfræðingar fá starfsleyfi frá landlækni og er krafist meistaragráðu í næringarfræði. Næringarfræðingur þarf að geta borið ábyrgð á þeim forvörnum og ráðgjöf sem veitt er auk þess sem mikilvægt er að þekkja faglegar takmarkanir og virða þagnarskyldu þegar við á.

Matvæla- og næringarfræðafélag Íslands

Námið

Næringarfræði er kennd við matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands. Nám til BS – gráðu tekur þrjú ár en löggilt starfsheiti næringarfræðings krefst meistaragráðu.

Næringarfræði
Ekki fyrir þig?

Skoðaðu aðra valmöguleika

Tengd störf

Augnlæknir

Geislafræðingur

Læknir

Lífeindafræðingur

Lyfjafræðingur

Tannlæknir

Náms- og starfsráðgjöf