STARF

Málmsuðumaður

Málmsuða er sérsvið innan stálsmíði og skiptist í þrennt; kverksuðu, plötusuðu og rörsuðu. Málmsuðumenn starfa í fyrirtækjum þar sem málmsuða er notuð sem samsetningaraðferð; í málm- og byggingaiðnaði, við skipasmíði og í þjónustufyrirtækjum sem sjá um viðhald og viðgerðir. Stálsmíði er löggilt iðngrein.

Helstu verkefni
  • setja saman hluti með málmsuðu
  • undirbúa suðustað með tilliti til umhverfis- og öryggisþátta
  • undirbúa vinnslustykki með því að sníða til samskeyti og hreinsa fleti
  • velja viðeigandi suðuaðferð
Hæfnikröfur

Hæfni málmsuðumanna fylgir áðurnefndri þrískiptingu og er skipt eftir þrepum, neðsta þrepið kallast kverksuðumaður, næsta plötusuðumaður og loks rörsuðumaður. Hæfnikröfurnar tengjast þekkingu á hinum fjórum tegundum málmsuðu; pinnasuðu, logsuðu, TIG-suðu og MIG/MAG-suðu. Málmsuðumaður getur fengið alþjóðlegt suðuskírteini og hæfnisvottorð á sérsviði sínu.

Félag vélstjóra og málmtæknimanna

Námið

Í Borgarholtsskóla eru málm- og véltæknibrautir en grunnnámið er í boði víðar.  Við Tækniskólann og Verkmenntaskólann á Akureyri eru einnig framhaldsbrautir í stálsmíði. Raunfærnimat hefur farið fram og/eða kann að vera í boði.

Stálsmíði
Ekki fyrir þig?

Skoðaðu aðra valmöguleika

Tengd störf

Aðstoð í málmiðnaði

Blikksmiður

Kælitæknir

Netagerðarmaður

Rennismiður

Stálsmiður

Tæknifræðingur

Tækniteiknari

Náms- og starfsráðgjöf