STARF

Lýðheilsufræðingur

Hlutverk lýðheilsufræðinga snýst um aðgerðir til betra heilbrigðis og aukinna lífsgæða fólks þannig að allir í samfélaginu hafi jafna möguleika á að lifa heilbrigðu lífi. Lýðheilsufræðingar starfa innan heilbrigðisgeirans en einnig innan fyrirtækja, sveitarfélaga og stofnana.

Helstu verkefni
  • stjórnun og stefnumótun á sviði lýðheilsu
  • almenn heilsuefling, fræðsla og stuðningur
  • forvarnir og heilsuefling á vinnustöðum
  • skilgreina vandamál og orsakavalda
  • skipuleggja og fylgja eftir aðgerðum
Hæfnikröfur

Lýðheilsufræðingar þurfa að hafa áhuga á forvörnum og heilbrigðismálum almennt, ekki síst heilbrigði og líðan barna og ungmenna. Mikilvægt er að þekkja til rannsóknaraðferða á sviðinu, vísindaskrifa og innviða heilbrigðiskerfisins.

Miðstöð í lýðheilsuvísindum

Námið

Þrjár námsleiðir eru í boði í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands; diplómanám á framhaldsstigi auk meistara- og doktorsnáms.

Ekki fyrir þig?

Skoðaðu aðra valmöguleika

Tengd störf

Augnlæknir

Geislafræðingur

Læknir

Lífeindafræðingur

Lyfjafræðingur

Næringarfræðingur

Tannlæknir

Náms- og starfsráðgjöf