Ljósmyndarar vinna ýmist við ljósmyndatöku í ljósmyndaveri eða á vettvangi. Viðfangsefnin geta verið af ýmsum toga svo sem persónuljósmyndun, fréttaljósmyndun eða iðnaðar- og auglýsingaljósmyndun. Ljósmyndun er löggilt iðngrein.

Í vinnu sem ljósmyndari gætirðu til dæmis starfað á fjölmiðlum eða á auglýsinga- og ljósmyndastofum. Starfsumhverfi ljósmyndara hefur raunar breyst umtalsvert með tilkomu stafrænnar tækni og skarast nú töluvert við aðrar greinar á borð við vefsmíðar, kvikmyndagerð og þrívíddargrafík.

Helstu verkefni
  • vinna við ljósmyndun á blöðum og tímaritum
  • taka myndir á vettvangi; frétta-, náttúru-, landslags- og umhverfisljósmyndir
  • taka myndir vegna iðnaðar og auglýsinga
  • nota sviðslýsingar við myndatöku
  • skrá upplýsingar við notkun myndefnis
  • mynd- og eftirvinnsla ljósmynda
  • vinna ljósmyndir í myrkraherbergi
  • vefsíðu- og hreyfimyndagerð
Hæfnikröfur

Ljósmyndarar vinna með fjölbreytilegan tækjabúnað og þurfa að hafa kunnáttu í ljós-, linsu- og litafræði og þekkja til helstu myndvinnsluforrita. Í starfi ljósmyndara er mikilvægt að kunna vel að beita ljósmyndavél og tilheyrandi búnaði auk þess að hafa mismunandi myndatökuform á valdi sínu.

Ljósmyndari þarf að geta unnið sjálfstætt og þekkja vel til geymslu mynda, stafrænna gagna og filma. Einnig að miðla ljósmyndum til útprentunar sem og á vefi og skjámiðla.

Ljósmyndarafélag Íslands

Námið

Nám í ljósmyndun er um þriggja ára nám á framhaldsskólastigi, að meðtalinni starfsþjálfun, kennd við Tækniskólann. Einnig hefur Fjarmenntaskólinn boðið upp á nám í listljósmyndun auk náms á vegum Ljósmyndaskólans.

Raunfærnimat hefur farið fram og/eða kann að vera í boði.

Ljósmyndun
Ekki fyrir þig?

Skoðaðu aðra valmöguleika

Tengd störf

Blaðberi

Bókasafns- og upplýsingafræðingur

Bókbindari

Bréfberi

Búningahönnuður

Dansari

Danshöfundur (kóreógraf)

Danskennari

Náms- og starfsráðgjöf