STARF

Listfræðingur

Listfræðingar sinna rannsóknum í listfræðum á borð við listasögu, fagurfræði og listheimspeki. Einnig starfa listfræðingar við gerð sérhæfðs efnis um listir svo sem við blaðamennsku, listgagnrýni og þáttagerð.

Helstu verkefni
  • kennsla í listasögu á grunn- og framhaldskólastigi
  • rannsóknir á myndlist
  • ritstörf í listfræðum
  • listumfjöllun í fjölmiðlum
Hæfnikröfur

Listfræðingur þarf að vera afar vel læs á myndmál og auk þess kunnugur helstu hugtökum og greiningaraðferðum í listfræði. Mikilvægt er að þekkja vel til ýmissa listforma og hafa áhuga á heimi myndlistar til dæmis söfnum, sýningarsölum og menningarstofnunum.

Listfræðafélag Íslands

Námið

Listfræði er kennd í samstarfi Íslensku- og menningardeildar Háskóla Íslands og Myndlistardeildar Listaháskólans. Flestir sem titla sig listfræðinga hafa lokið a.m.k. meistaraprófi í listfræði.

Listfræði
Ekki fyrir þig?

Skoðaðu aðra valmöguleika

Tengd störf

Skjalavörður

Náms- og starfsráðgjöf