Tölvuleikir eru yfirleitt búnir til í samvinnu margra aðila með mismunandi sérþekkingu á sviði forritunar og hönnunar. Hlutverk hönnuðarins er að lýsa og miðla hugmyndum sem orðið geta að veruleika í leiknum sjálfum. Leikjahönnunin liggur því á mörkum tækni- og listvinnu auk þess að tengjast greiningu á því hvers konar leikjum notendur kalla eftir.

Starfsumhverfi leikjahönnuða er alla jafna innan afþreyingariðnaðarins. Þar sem tölvuleikjaiðnaðurinn einn og sér hefur verið mjög vaxandi (og er orðinn á pari við kvikmyndaiðnað á heimsvísu) eru ýmsir möguleikar á alþjóðlegum markaði þó íslenski markaðurinn sé eðlilega smár.

Helstu verkefni
  • þarfagreining – hvernig tölvuleiki vantar?
  • hugmyndavinna
  • leikjaþróun í samvinnu við forritara og hönnuði
Hæfnikröfur

Leikjahönnuður þarf að vera hugmyndaríkur, skapandi og hafa áhuga á tölvum og tækni auk hæfileika til að greina hluti og miðla þeim áfram. Hæfni til að leysa vandamál er mikilvæg sem og áhugi á gerð tölvuleikja og leikjaupplifun spilarans. Leikjahönnuður þarf bæði að geta unnið sjálfstætt og í hópi með öðrum.

Að hluta byggt á Utdanning.no – Spilldesigner

Námið

Bakgrunnur leikjahönnuða getur verið afar fjölbreyttur. Margir eru sjálfmenntaðir eða með einhvers konar tæknimenntun á framhalds- eða háskólastigi. Í erlendum skólum er einnig boðið upp á sérhæft nám innan leikjahönnunar.

Tölvubrautir
Tölvuleikjagerð
Ekki fyrir þig?

Skoðaðu aðra valmöguleika

Tengd störf

Bókasafns- og upplýsingafræðingur

Búningahönnuður

Dansari

Danskennari

Forritari

Gervahönnuður

Grafískur hönnuður

Hljóðhönnuður

Náms- og starfsráðgjöf