Leiðsögumenn leiðsegja einstaklingum eða hópum um landið, fjalla um það sem fyrir augu ber; náttúru, lífríki, mannlíf og áhugaverða staði ásamt því að leiðbeina um þá afþreyingu og þjónustu sem í boði er hverju sinni. Hægt er að sérhæfa sig í gönguleiðsögn, jeppaleiðsögn, hestaleiðsögn og jöklaleiðsögn svo nokkur dæmi séu tekin.

Leiðsögumaður vinnur í flestum tilfellum eftir áætlun ferðaskipuleggjenda. Leiðsögumenn vinna til dæmis fyrir ferðaskrifstofur, ferðaheildsala, söfn, opinberar stofnanir og afþreyingarfyrirtæki. Unnið er í samstarfi við landverði, skálaverði, bílstjóra og starfsfólk á ferðaskrifstofum og gististöðum og þess gætt að náttúru- og menningarminjar verði ekki fyrir skemmdum af völdum ferðafólks.

Leiðsögumenn þurfa að hafa lokið að lágmarki Fyrstu hjálp 1 sem er 20 klukkustunda námskeið.

Helstu verkefni
  • taka á móti ferðafólki fyrir hönd ferðaskrifstofu og aðstoða
  • útfæra skipulagðar ferðir og/eða gönguleiðir um landið við sumar og/eða vetraraðstæður
  • veita upplýsingar um klæðnað, veðurútlit og annað sem máli skiptir
  • segja frá því sem fyrir augu ber
  • stuðla að öryggi ferðafólks og bregðast við slysum og veikindum
Hæfnikröfur

Leiðsögumaður þarf að búa yfir mikilli hæfni í því tungumáli sem leiðsagt er á hverju sinni, geta stjórnað hópi, brugðist við slysum og búa yfir grunnþekkingu í skyndihjálp. Mikilvægt er að kunna að bregðast við íslenskum vetraraðstæðum. Nauðsynlegt er að þekkja vel til sögu og menningar landsins, helstu ferðamannaleiðir, staði, söfn og stofnanir á hverju landsvæði.

Félag leiðsögumanna

Hæfnisetur ferðaþjónustunnar

Námið

Nám er í boði við Leiðsöguskóla Menntaskólans í Kópavogi auk þess sem slíkt nám hefur verið í boði við Endurmenntun Háskóla Íslands og Símenntun Háskólans á Akureyri. Einnig má benda á nám á vegum símenntunarmiðstöðva,  Ferðamálaskóla Íslands og fjallamennskunám Fjarmenntaskólans.

Leiðsögunám
Ekki fyrir þig?

Skoðaðu aðra valmöguleika

Tengd störf

Barþjónn

Blómaskreytir

Búfræðingur

Dýralæknir

Ferðaþjónn

Fiskeldisfræðingur

Flokkstjóri í vinnuskóla

Flotastjóri

Náms- og starfsráðgjöf