Kranastjórar stýra ýmsum gerðum krana á byggingar- og hafnarsvæðum.  Unnið er við að lyfta því sem ekki gengur að lyfta handvirkt s.s. margskonar vörum og búnaði.

Starfið fer oftast fram á iðnaðar- eða byggingarsvæðum og í tengslum við flutninga- og skipaiðnað. Vinnuumhverfið getur verið hættulegt og því eru gerðar miklar kröfur um öryggi en alla jafna er það rekstraraðila að tryggja að verkið fari fram á öruggan hátt.

Helstu verkefni
  • hífingar þ.e. að flytja hluti á milli staða
  • akstur eða flutningur á krana
  • viðhald og umhirða krana
  • samskipti við samstarfsfólk á jörðu niðri

 

 

Hæfnikröfur

Til að stýra krana þarf ákveðin vinnuvélaréttindi. Mikilvægt er að geta unnið í mikilli hæð, skilvirkt og af nákvæmni með einbeitinguna í lagi. Góð sjón og heyrn er nauðsyn og einnig að búa að nýjustu þekkingu á starfinu hverju sinni.

 

Byggt á Utdanning.no – Kranfører

Námið

Til að stjórna vinnuvél á Íslandi þarf að hafa tilskilinn réttindi sem hægt er að kynna sér á vef Vinnueftirlitsins.

Ekki fyrir þig?

Skoðaðu aðra valmöguleika

Tengd störf

Arkítekt

Blómaskreytir

Búfræðingur

Byggingafræðingur

Byggingaverkamaður

Dýralæknir

Fasteignasali

Fiskeldisfræðingur

Náms- og starfsráðgjöf