Klæðskeri starfar við sérsaum, búningasaum, sniðagerð og aðra fagvinnu sem tengist gerð herrafatnaðar. Í starfinu felst einnig að veita viðskiptavinum ráðgjöf og þjónustu við að teikna, útfæra og sérsauma fatnað. Klæðskerar sérhæfa sig stundum í gerð fatnaðar úr þyngri efnum og vinna gjarnan með stöðluð snið. Klæðskurður er löggilt iðngrein.

Sem klæðskeri gætirðu starfað í fataverksmiðju, á saumastofu eða á eigin verkstæði. Klæðskerar stjórna oft framleiðslu, sinna verkstjórn eða hafa faglega umsjón í störfum sínum.

Helstu verkefni
  • útfæra eigin hugmyndir eða viðskiptavina
  • velja efni til að vinna með
  • annast innkaup á efnum og öðrum vörum sem þarf á saumastofu
  • taka mál, teikna, útfæra snið og breyta fötum eða sérsauma
  • stækka og minnka snið og/eða föt
Hæfnikröfur

Í starfi klæðskera er mikilvægt að þekkja helstu eiginleika og kosti efna sem notuð eru í klæðskurði, hafa áhuga á hönnun og saumaskap og hafa vald á mismunandi saumatækni. Klæðskeri þarf að hafa góð tök á notkun tækja og áhalda og geta notað tölvutækni við hugmyndaþróun.

Námið

Klæðskurður er fjögurra ára nám á framhaldsskólastigi og er kennt í Tækniskólanum.

Klæðskurður
Ekki fyrir þig?

Skoðaðu aðra valmöguleika

Tengd störf

Blómaskreytir

Bókbindari

Búningahönnuður

Fatahönnuður

Fatatæknir

Förðunarmeistari

Gervahönnuður

Grafískur hönnuður

Náms- og starfsráðgjöf