Kjötskurðarmenn vinna og verka kjöt, pakka því og ganga frá til sölu. Í starfinu felst einnig að raða upp í kjötborð og afgreiða viðskiptavini í verslunum.
Í starfi sem kjötskurðarmaður gætirðu unnið í kjötvinnslustöð, í kjötdeildum verslana eða í sláturhúsum.