STARF

Kjötskurðarmaður

Kjötskurðarmenn vinna og verka kjöt, pakka því og ganga frá til sölu. Í starfinu felst einnig að raða upp í kjötborð og afgreiða viðskiptavini í verslunum.

Í starfi sem kjötskurðarmaður gætirðu unnið í kjötvinnslustöð, í kjötdeildum verslana eða í sláturhúsum.

Helstu verkefni
  • taka á móti kjöti, úrbeina það, saga og hluta niður
  • meta ástand og gæði hráefnis
  • kryddleggja kjöt og undirbúa til sölu í kjötborði
  • pakka framleiðsluvörum í neytendapakkningar
Hæfnikröfur

Kjötskurðarmaður þarf að búa yfir þjálfun og hæfni til kjötvinnslu og geta borið ábyrgð á að meðferð og nýting hráefnis sé í samræmi við lög og reglur og innihaldslýsingar séu réttar. Í starfinu eru notuð ýmis handverkfæri og afar mikilvægt að gæta vel að hreinlæti í tengslum við allan búnað og húsnæði.

Námið

Kjötiðn er kennd í Menntaskólanum í Kópavogi og Verkmenntaskólanum á AkureyriRaunfærnimat hefur farið fram og/eða kann að vera í boði.

Kjötiðn
Ekki fyrir þig?

Skoðaðu aðra valmöguleika

Tengd störf

Gæðaeftirlitsmaður

Matvælafræðingur

Mjólkurfræðingur

Næringarfræðingur

Slátrari

Starf í eldhúsi

Náms- og starfsráðgjöf