STARF

Kjötiðnaðarmaður

Kjötiðnaðarmenn útbúa kjöt og kjötrétti í neytendapakkningar og setja upp kjötborð. Í starfinu felst einnig að afgreiða og ráðleggja viðskiptavinum um meðferð hráefna, matseld og val á meðlæti. Kjötiðn er löggilt starfsgrein.

Í kjötiðn gætir þú starfar við kjötvinnslu, í kjötdeildum verslana, sláturhúsi eða við sölu og markaðssetningu á matvælum.

Helstu verkefni
  • saga, úrbeina og hluta niður kjötskrokka
  • taka á móti hráefni, flokka það og meta ástand og gæði
  • pakka framleiðsluvörum og útbúa innihaldslýsingar
  • búa til fars, pylsur, kæfu, paté, slátur og mismunandi álegg
  • krydda og kryddleggja kjöt
  • útbúa kjöt og kjötrétti til sölu í kjötborði
Hæfnikröfur

Kjötiðnaðarmaður þarf að þekkja viðurkenndar aðferðir við að varðveita geymsluþol, kunna á heilbrigðis- og gæðamat, geta gert innihaldslýsingar og útbúið uppskriftir og verklýsingar. Sem kjötiðnaðarmaður notarðu sérhönnuð hand- og kjötvinnsluverkfæri í starfi og þarft að hafa góða færni í skurði, úrbeiningu og snyrtingu á kjötskrokkum. Einnig er mikilvægt að gera sér grein fyrir mikilvægi hreinlætis á vinnustað og geta þrifið og sótthreinsað húsnæði og búnað.

Námið

Nám kjötiðnaðarmanns er fjögurra ára nám á framhaldsskólastigi, kennt í Menntaskólanum í Kópavogi og Verkmenntaskólanum á AkureyriRaunfærnimat hefur farið fram og/eða kann að vera í boði.

Kjötiðn
Ekki fyrir þig?

Skoðaðu aðra valmöguleika

Tengd störf

Bakari

Barþjónn

Framreiðslumaður

Gæðaeftirlitsmaður

Kaffibarþjónn

Kjötskurðarmaður

Matartæknir

Matreiðslumaður

Náms- og starfsráðgjöf