Kaffibarþjónar vinna við þróun, gerð og afgreiðslu margskonar te- og kaffidrykkja. Í starfinu felst einnig afgreiðsla einfaldra rétta á borð við kökur, bökur og samlokur.

Í starfi sem kaffibarþjónn gætirðu unnið á kaffihúsum, veitingastöðum eða annars staðar þar sem boðið er upp á sérstaka kaffidrykki.

Helstu verkefni
  • búa til og afgreiða heita eða kalda te- og kaffidrykki
  • útskýra matseðla og aðstoða viðskiptavini við pantanir
  • veita upplýsingar um mismunandi kaffibaunir eða smávöru
  • þrífa kaffivélar, áhöld og vinnusvæði
  • panta og taka á móti birgðum
Hæfnikröfur

Kaffibarþjón þarf að hafa mikinn áhuga á kaffi og öllu sem tengist kaffigerð. Þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum eru mikilvægir kostir í starfinu ásamt því að geta unnið með öðrum, oft undir nokkru álagi. Í starfinu eru notaðar kaffivélar og ýmis áhöld sem þeim tengjast auk margskonar eldhúsáhalda og kassakerfi við afgreiðslu.

Kaffibarþjónafélagið á FB

Námið

Ekki er gerð formleg krafa um menntun til að gegna starfi kaffibarþjóns. Matvælabrautir eru í boði við Menntaskólann í Kópavogi og Verkmenntaskólann á Akureyri en einnig gætu ýmis konar námskeið staðið til boða.

Ekki fyrir þig?

Skoðaðu aðra valmöguleika

Tengd störf

Bakari

Barþjónn

Ferðaþjónn

Flotastjóri

Flugumferðarstjóri

Flugvirki

Framreiðslumaður

Gæðaeftirlitsmaður

Náms- og starfsráðgjöf