Hótelstjóri ber ábyrgð á daglegum rekstri og skipulagningu þess sem fram fer á hóteli og er markmið starfsins að tryggja að hótelgestir hafi jákvæða upplifun af veru sinni. Starfið tengist öllum sviðum, allt frá markaðs- til starfsmannamála.

 Á stærri hótelum eru yfirmenn í hverri deild sem heyra undir hótelstjóra. Umfang og fjöldi verkefna ræðst nokkuð af stærð viðkomandi hótels og fjölda starfsmanna.

Helstu verkefni

• gerð fjárhagsáætlana og fjárhagsstjórn
• markaðsmál – markmiðssetning og eftirfylgni
• yfirumsjón vegna ráðninga og uppsagna á starfsfólki
• byggja upp og styrkja viðskiptatengsl
• umsjón og ábyrgð á rekstrarleyfum
• umsjón með stærri bókunum fyrir fyrirtæki og viðburði
• skipuleggja viðhald hótelbyggingar

Hæfnikröfur

Hótelstjóri þarf að hafa hæfileika á sviði viðskipta og markaðsmála. Einnig er mikilvægt að búa yfir góðum samskiptahæfileikum og þjónustulund.

Ferðamálastofa

Hæfnisetur ferðaþjónustunnar

Námið

Háskólinn í Reykjavík býður upp á alþjóðlegt nám í hótelstjórnun og veitingahúsarekstri í samstarfi við César Ritz Colleges í Sviss.  Hægt er að ljúka fyrsta árinu af þremur á Íslandi og útskrifast með alþjóðlegt skírteini í hótelstjórnun og veitingahúsarekstri.  Kennt er á ensku.

Einnig er stundum bent á nám í framreiðslu sem grunn fyrir frekara nám í tengslum við hótelstjórnun.

Ekki fyrir þig?

Skoðaðu aðra valmöguleika

Tengd störf

Aðstoð í verslun

Áhrifavaldur

Almannatengill

Barþjónn

Bókari

Bóksali

Bréfberi

Fasteignasali

Náms- og starfsráðgjöf