STARF

Hönnuður

Hönnuði er að finna innan margra starfsgreina sem eiga það sameiginlegt að unnið er með sköpun og hagnýtar lausnir. Starf hönnuða felst í að gera hugmynd að veruleika; móta hugmyndir í átt að framleiðslu ákveðinna afurða. Verkefnin eru gjarnan þau að búa til teikningar eða módel sem aðrir síðan vinna eftir.

Helstu verkefni

Dæmi um svið:

  • Arkitektúr
  • Fata- og textílhönnun
  • Grafísk hönnun
  • Iðn- og vöruhönnun
  • Innanhússarkitektúr
  • Keramík
  • Landslagsarkitektúr
  • Skartgripahönnun
  • Skjáhönnun
Hæfnikröfur

Hönnuðir þurfa að búa yfir ríkri sköpunargáfu, oft innan ákveðinnar atvinnugreinar eða starfssviðs. Í starfi sem hönnuður er einnig mikilvægt að geta hugsað skipulega um hlutverk og notagildi þess sem verið er að vinna að hverju sinni.

Miðstöð hönnunar og arkitektúrs.

Að hluta byggt á Utdanning.no – Designer

Námið

Hönnuðir geta haft ýmiskonar bakgrunn í námi, til dæmis innan lista, handverks eða upplýsingatækni. Yfirlit námsleiða á Íslandi sem tengjast hönnun er að finna á heimasíðu Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs.

Ekki fyrir þig?

Skoðaðu aðra valmöguleika

Tengd störf

Búningahönnuður

Fatahönnuður

Gervahönnuður

Grafískur hönnuður

Gull- og silfursmiður

Hljóðhönnuður

Leikmyndahönnuður

Ljósahönnuður

Náms- og starfsráðgjöf