STARF

Hnykkir

Hnykkjar vinna við greiningu og meðhöndlun kvilla í stoðkerfi mannslíkamans svo sem háls, herða, höfuðs, baks og liðamóta. Starfið felst í að kanna sjúkrasögu sjúklings og aðstæður, rannsaka stoðkerfi viðkomandi og leggja til viðeigandi meðferð. Kírópraktík er lögvernduð heilbrigðisgrein.

Hnykkjar starfa ýmist á eigin stofum eða á heilbrigðisstofnunum oftast í samstarfi við aðrar heilbrigðistéttir, svo sem heimilislækna, heila- og taugasérfræðinga, bæklunarsérfræðinga, sjúkraþjálfara og nuddara.

Helstu verkefni
  • rannsaka líkamsstöðu, hreyfigetu, styrk vöðva og virkni taugakerfis
  • undirbúa meðferð með hliðsjón af niðurstöðum rannsókna
  • nudda, teygja og slaka á vöðvum
  • kenna líkamsæfingar og tækni til að flýta fyrir bata og fyrirbyggja vandamál
Hæfnikröfur

Hnykkjar þurfa starfsleyfi frá landlækni og er krafist að lágmarki fjögurra ára náms í kírópraktík. Hnykkir þarf að geta borið ábyrgð á þeirri meðferð sem veitt er auk þess sem mikilvægt er að virða faglegar takmarkanir sem og þagnarskyldu þegar við á.

Námið

Hnykkjar/kírópraktorar þurfa starfsleyfi frá landlækni eftir menntun við viðurkenndan háskóla. Ekki er hægt að læra kírópraktík í íslenska skólakerfinu en erlendis er yfirleitt um að ræða 4 – 5 ára nám á háskólastigi. Námið samanstendur af taugafræði, röntgenfræði, sjúkdómafræði, líffærafræði, efna-, eðlis og lífefnafræði ásamt ýmsu sem tengist kírópraktíkinni sjálfri.

Ekki fyrir þig?

Skoðaðu aðra valmöguleika

Tengd störf

Áfengis- og vímuvarnarráðgjafi

Augnlæknir

Dýralæknir

Félagsráðgjafi

Fótaaðgerðafræðingur

Geðlæknir

Geislafræðingur

Heilbrigðisfulltrúi

Náms- og starfsráðgjöf