Hljóðmaður setur upp og viðheldur búnaði fyrir hljóð- og sjónvarpsútsendingar, tónleika, upptökur og kvikmyndir. Starfsumhverfi hljóðmanna er fjölbreytilegt þó yfirleitt sé um að ræða vinnu við upptöku, hljóðblöndun og hljóðstjórn.

 
Í starfi hljóðmanns gætirðu til dæmis unnið á útvarps- eða sjónvarpsstöð, í hljóðveri, leikhúsi eða við kvikmyndir, gjarnan í samstarfi við flytjendur, textahöfunda, tónskáld, leikstjóra, dagskrárgerðar- og tæknifólk.

Helstu verkefni
  • undirbúa tónleika, upptöku eða hljóðútsendingu
  • setja upp og stilla viðeigandi búnað
  • breyta og bæta hljóm að upptöku lokinni
  • taka upp efni fyrir útvarp og sjónvarp
Hæfnikröfur

Hljóðmaður þarf að hafa góða þekkingu á upptökutækni ásamt hljóð- og rafmagnsfræði. Mikilvægt er að hafa góða heyrn, vera taktviss, geta greint hljóð auk áhuga á tónlist. Starfið krefst þolinmæði, einbeitingar og auga fyrir smáatriðum. Í starfi hljóðmanns er mikilvægt að geta unnið sveigjanlegan vinnutíma undir nokkru álagi. Góð samskiptafærni og geta til að vinna sem hluti af teymi er einnig mjög æskileg.

Námið

Hljóðtækni er kennd í Tækniskólanum og er eins árs 60 eininga nám en tveggja ára framhaldsskólanámi þarf að hafa lokið áður. Einnig hefur verið boðið upp á styttri námskeið í samvinnu við upptökuver. Raunfærnimat hefur farið fram og/eða kann að vera í boði.

Hljóðtækni
Ekki fyrir þig?

Skoðaðu aðra valmöguleika

Tengd störf

Blaðberi

Bókasafns- og upplýsingafræðingur

Bókbindari

Bréfberi

Búningagerðarmaður

Búningahönnuður

Dansari

Danshöfundur (kóreógraf)

Náms- og starfsráðgjöf