Hestasveinar sinna margvíslegum störfum tengdum hirðingu hesta og aðstoða við þjálfun þeirra. Starfið felst einnig í aðstoð við viðskiptavini í hestaferðum hjá ferðaþjónustufyrirtækjum og að leiðbeina um grunnþætti hestamennsku.

Í starfi hestasveins gætirðu unnið á hestabúgarði, við hestatengda ferðaþjónustu eða hjá fyrirtækjum í sambærilegri starfsemi svo sem á tamningastöðvum eða hestaleigum.

Helstu verkefni
  • vinna við fóðrun hrossa og aðbúnað
  • aðstoð við dagleg verkefni í hestatengdri ferðaþjónustu og í hestaferðum
  • aðstoð við tamningar og þjálfun hesta
  • aðstoð við hófhirðu og járningar
Hæfnikröfur

Hestasveinn þarf að geta sinnt grunnþáttum við hirðingu og aðbúnað hesta, geta metið heilsufarslegt ástand þeirra og þekkja helstu aðferðir við þjálfun. Mikilvægt er að hafa grunnfærni í reiðmennsku og geta farið með byrjendur í styttri reiðtúra. Hestasveinn þarf að þekkja helstu öryggisatriði sem snúa að hestamennsku og geta brugðist við algengustu óhöppum.

Námið

Námsbrautir í hestamennsku við Fjölbrautaskóla Suðurlands og Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra miða að því að undirbúa nemendur annars vegar fyrir störf á hestaleigum og í hestaferðum, og hins vegar sem aðstoðarmenn við tamningar. Hestakjörsvið er einnig í boði á opinni stúdentsbraut Framhaldsskólans í Mosfellsbæ.

Þá er við Háskólann á Hólum í boði þriggja ára háskólanám til BS-gráðu, annars vegar í reiðmennsku og reiðkennslu, og hins vegar í hestafræðum. Unnt er að taka hluta námsins og útskrifast með diplóma gráðu. Nám í hestafræði til BS – gráðu er einnig að finna við Landbúnaðarháskóla Íslands.

Hestabraut
Ekki fyrir þig?

Skoðaðu aðra valmöguleika

Tengd störf

Barþjónn

Blómaskreytir

Dýralæknir

Ferðaþjónn

Fiskeldisfræðingur

Flotastjóri

Flugumferðarstjóri

Flugvirki

Náms- og starfsráðgjöf