Störf við heimahjálp felast í að hjálpa til við hversdagslega hluti sem fólk ræður ekki við sjálft vegna aldurs, veikinda eða einhvers konar sérþarfa. Markmið heimahjálpar er að gera fólki kleift að búa á eigin heimili þrátt fyrir að geta ekki bjargað sér fullkomlega sjálft.


Starf við heimahjálp er oftast vaktavinna sem fram fer á heimilum fólks en á vegum sveitarfélags eða sjálfstæðra fyrirtækja.

Helstu verkefni
  • þrif og þvottar
  • innkaup og matseld
  • ýmis persónuleg aðstoð s.s. vegna hreinlætis eða klæðnaðar
Hæfnikröfur

Starfsfólk í heimahjálp þarf að eiga gott með að umgangast annað fólk, geta sýnt samkennd og væntumþykju en bera einnig fulla virðingu fyrir skjólstæðingum. Nauðsynlegt er að geta unnið hvort tveggja sjálfstætt og með öðrum.

Byggt á Utdanning.no – Hjemmehjelp

Námið

Almennt er ekki farið fram á sérstaka menntun til starfa en öll menntun og reynsla við umönnun getur nýst, auk ökuréttinda.

Ekki fyrir þig?

Skoðaðu aðra valmöguleika

Tengd störf

Áfengis- og vímuvarnarráðgjafi

Augnlæknir

Danskennari

Dýralæknir

Einkaþjálfari

Félags- og tómstundaliði

Félagsráðgjafi

Flokkstjóri í vinnuskóla

Náms- og starfsráðgjöf