STARF

Heilsunuddari

Heilsunuddarar nudda stífa vöðva og veita meðferð vegna heilsubrests í því skyni að stuðla að vellíðan, slökun og heilbrigðum lífsstíl. Starf heilsunuddara styður við aðra meðferð svo sem þá sem veitt er hjá sjúkraþjálfurum eða læknum.

Í starfi sem heilsunuddari gætirðu starfað víða svo sem á nuddstofum, heilsuræktarstöðvum, heilbrigðisstofnunum og hjá íþróttafélögum.

Helstu verkefni
  • velja viðeigandi meðferð í samráði við skjólstæðing eða annað fagfólk
  • greina vandamál í kerfum líkamans að því marki sem þekking leyfir
  • leiðbeina um heilbrigðan lífsstíl, forvarnir og rétta líkamsbeitingu
  • skrá upplýsingar um heilsufar
Hæfnikröfur

Heilsunuddari þarf að búa yfir þekkingu og hæfni til að nudda aðra til heilsubótar og vellíðunar og geta leiðbeint um heilsueflingu og heilbrigðan lífsstíl. Í starfi heilsunuddara er mikilvægt að vera fær um að vinna sjálfstætt, sýna frumkvæði og geta forgangsraðað verkefnum. Einnig er nauðsynlegt að geta veitt skyndihjálp ef slys eða óhöpp ber að höndum.

Félag íslenskra heilsunuddara

Námið

Námsbraut fyrir heilsunuddara er við Fjölbrautaskólann við Ármúla. Meðalnámstími er tvö og hálft til þrjú og hálft ár að meðtalinni starfsþjálfun. Námið hefur einnig verið í boði við Framhaldsskólann á Húsavík.

Heilsunuddbraut
Ekki fyrir þig?

Skoðaðu aðra valmöguleika

Tengd störf

Áfengis- og vímuvarnarráðgjafi

Augnlæknir

Dýralæknir

Félagsráðgjafi

Fótaaðgerðafræðingur

Geðlæknir

Geislafræðingur

Heilbrigðisfulltrúi

Náms- og starfsráðgjöf