Heilbrigðisritarar vinna margvísleg störf á heilbrigðisstofnunum. Í störfum þeirra er um að ræða mikil dagleg tengsl við sjúklinga og aðstandendur þeirra, til dæmis í sambandi við flutning á milli deilda eða í rannsóknir. Heilbrigðisritarar sinna móttöku sjúklinga, símsvörun og skráningu tímapantana, taka á móti greiðslum, senda út reikninga og sinna ýmis konar gagnaöflun, gagnaumsýslu og skráningu.
Starfsvettvangur heilbrigðisritara er á sjúkrahúsum, heilsugæslu, rannsóknarstofum eða öðrum fyrirtækjum í heilbrigðisþjónustu. Þá starfa heilbrigðisritarar víða sem aðstoðarmenn deildarstjóra hjúkrunar.