Gæðastjóri sér um rekstur, þróun og viðhald gæðakerfa fyrirtækja eða stofnanna. Í starfinu felst að hafa yfirumsjón með innleiðingu gæðakerfis, sjá til þess að það sé samofið viðkomandi starfsemi og að vinnulag sé í samræmi við hugmynda- og aðferðafræði gæðastjórnunar.

Hluti vinnunnar tengist því einnig að fylgjast með viðeigandi lögum og reglugerðum sem leitt geta til breytinga á gæðakerfinu auk þess að viðhalda eigin fagþekkingu með því að sækja viðeigandi námskeið og lesa fagbækur og tímarit.

Helstu verkefni
  • framkvæmd innri úttekta, undirbúningur ytri úttekta og úrvinnsla
  • vinna úr upplýsingum og lykiltölum til að meta árangur og virkni gæðakerfis
  • tillögugerð um fræðslu til starfsfólks vegna gæðamála
  • kynningar og þjálfun starfsfólks tengt gæðastarfi
  • viðhald, útgáfa og dreifing gæðahandbókar
Hæfnikröfur

Góð almenn menntun er mikilvæg í starfi gæðastjóra t.a.m. íslensku- og enskukunnátta auk þess sem nauðsynlegt er að þekkja vel til starfsemi viðkomandi fyrirtækis, stofnunar eða stjórnsýslueiningar. Skipulags- og stjórnunarhæfileikar, frumkvæði og færni í samskiptum nýtast vel í starfinu.

Námið

Ýmis námskeið og námsleiðir í tengslum við gæðastjórnun hafa verið í boði t.d. á vegum Opna Háskólans í Reykjavík, Endurmenntunar Háskóla Íslands, Háskólans Bifröst í sambandi við ferðaþjónustu og Fisktækniskólans.

Ekki fyrir þig?

Skoðaðu aðra valmöguleika

Tengd störf

Aðstoð í málmiðnaði

Aðstoð í verslun

Áhrifavaldur

Almannatengill

Arkítekt

Bakari

Barþjónn

Blikksmiður

Náms- og starfsráðgjöf