STARF

Frístundaleiðbeinandi

Frístundaleiðbeinendur vinna með fólki á öllum aldri í tengslum við frístundastarf. Í starfinu felst að meta þarfir fólks við skipulagningu viðfangsefna og aðstoða það við að ná markmiðum sínum. Í frístundastarfi almennt er leitast við að stuðla að auknum þroska, efla félagsfærni og jákvæða sjálfsmynd með því að leggja áherslu á sjálfstæði, ábyrgð og virkni þátttakenda.

 
Í starfi sem frístundaleiðbeinandi gætirðu til dæmis starfað á frístundaheimilum, í félagsmiðstöðvum eða að félagsstarfi aldraðra, oft í samstarfi við skóla, íþróttafélög og aðrar stofnanir.

Helstu verkefni
  • kynna uppbyggilegt tómstundastarf og virkja fólk til þátttöku
  • sjá til þess að viðfangsefni séu fjölbreytt og að allir finni eitthvað við sitt hæfi
  • skipuleggja dagskrá, viðburði og hópstarf í samráði við samstarfsfólk
  • fyrirbyggjandi starf og fræðsla
  • skýrslugerð um hin ýmsu verkefni sem unnin eru
  • gæta að frágangi húsnæðis að loknum vinnudegi
Hæfnikröfur

Starf frístundaleiðbeinanda krefst oft þekkingar á ákveðnum sviðum til dæmis leiklist, myndlist, tónlist, ljósmyndun eða myndbandagerð, almennri tölvunotkun, netnotkun eða umbrotsgerð. Tæknikunnátta, reynsla af ferðamennsku og þekking á helstu íþróttum getur einnig reynst gagnlegt í starfi auk þess sem frumkvæði og hæfni í félagslegum samskiptum er afar æskileg.

Námið

Námsbraut í tómstunda- og félagsmálafræði er í boði við Háskóla Íslands. Alla jafna er þó ekki gerð krafa um að hafa lokið háskólanámi.

Ekki fyrir þig?

Skoðaðu aðra valmöguleika

Tengd störf

Danskennari

Djákni

Einkaþjálfari

Félags- og tómstundaliði

Félagsráðgjafi

Flokkstjóri í vinnuskóla

Framhaldsskólakennari

Grunnskólakennari

Náms- og starfsráðgjöf