STARF

Fornfræðingur

Fornfræðingar stunda rannsóknir á menningu Forngrikkja og Rómverja; sögu þeirra, bókmenntum og heimspeki. Fornfræði (eða klassísk fræði) tengjast hinum ýmsu greinum hugvísinda út frá kunnáttu í fornmálunum tveimur, forngrísku og latínu.

Fornfræði er mjög tengd greinum á borð við sagnfræði, heimspeki, bókmenntasögu og málvísindi og skilin óljós á milli klassískrar textafræði og fornfræði. Fornfræðingar  starfa  gjarnan við kennslu eða rannsóknir.  Mögulegur starfsvettvangur gæti einnig verið staðir á borð við söfn, opinberar stofnanir eða bókaútgáfur.

Helstu verkefni
  • kennsla og rannsóknir
  • þýðingar
  • ritstörf og útgáfa
Hæfnikröfur

Þekking á forngrísku og latínu er ákveðin forsenda þess að geta starfað sem fornfræðingur og háskólapróf æskilegt í þeim tungumálum, klassískum fræðum eða tengdum greinum.

Um starfið á Vísindavef H.Í.

Námið

Klassík fræði eru kennd við Háskóla Íslands, sem aukagrein til BA-gráðu. Námið samanstendur af námskeiðum sem kennd eru á Hugvísindasviði, innan heimspekisagnfræðigrískulatínu og bókmenntafræði.

Sagnfræði
Heimspeki
Ekki fyrir þig?

Skoðaðu aðra valmöguleika

Tengd störf

Afbrotafræðingur

Almannatengill

Bókmenntafræðingur

Eðlisfræðingur

Efnafræðingur

Félagsfræðingur

Fornleifafræðingur

Forritari

Náms- og starfsráðgjöf