Flugvirkjar  framkvæma reglubundnar skoðanir á flugvélum, meta ástand véla og tækjabúnaðar ásamt því að annast viðgerðir, viðhald og eftirlit. Oft er um að ræða vaktavinnu sem annað hvort fer fram utandyra, þar sem flugvél er lagt í styttri tíma, eða í flugskýli.

Í starfi sem flugvirki gætirðu hvort tveggja unnið á flugvélaverkstæðum eða á opinberum flugvöllum.

Helstu verkefni
  • skoða og yfirfara flugvélahluta eftir nákvæmum áætlunum
  • sjá um að hvorki sé eldsneytis- né olíuleki
  • kanna ástand rafmagns-, vökva-, lofþrýstings- og stýrikerfa flugvéla
  • fylgjast með að fjarskipta- og siglingatæki séu í lagi
  • tilkynna um galla og bilanir sem koma fram við skoðun
  • sjá um að réttar upplýsingar séu skráðar í viðhaldsbækur flugvéla
  • yfirfara tækjabúnað flugvéla sem eru í daglegri notkun
Hæfnikröfur

Starf flugvirkja er tengt öryggi flugfarþega og því eru þolinmæði, nákvæmni og ábyrgð mjög æskilegir kostir í starfinu. Einnig er góð enskukunnátta mikilvæg, rituð og töluð. Sem flugvirki notarðu ýmis verkfæri við viðhald og lagfæringar á flugvélahlutum.

Flugvirkjafélag Íslands

Námið

Flugvirkjanám á Íslandi er 2400 klukkustunda réttindanám til sveinsprófs – kennt í Tækniskólanum.

Flugvirkjun
Ekki fyrir þig?

Skoðaðu aðra valmöguleika

Tengd störf

Bílamálari

Ferðaþjónn

Flotastjóri

Flugumferðarstjóri

Hlaðmaður

Hópferðabílstjóri

Hótelþerna

Landfræðingur

Náms- og starfsráðgjöf