Atvinnuflugmenn stjórna flugvélum sem flytja farþega, póst eða vörur innanlands og á milli landa. Í starfinu felst að bera ábyrgð á undirbúningi flugs, öryggi flugvélar, farþega, áhafnar og farms. Atvinnuflugmaður þarf að hafa fengið leyfi frá flugmálayfirvöldum til að stunda starf sitt og getur hvort tveggja haft réttindi til að starfa sem flugstjóri eða sem aðstoðarflugmaður í flutningaflugi þar sem tveggja flugmanna er krafist.