STARF

Félagsliði

Félagsliðar vinna á sviði félags- og umönnunarþjónustu. Í starfinu felst að aðstoða og styðja einstaklinga til virkni í samfélaginu. Félagsliðar aðstoða börn og unglinga í félagslegum vanda og þjónusta fatlaða, aldraða og fólk með geðraskanir svo dæmi séu tekin. Félagsliðar styrkja skjólstæðinga sína til að hjálpa sér sjálfir og örva þá til þátttöku í samfélaginu.

Félagsliðar vinna í samstarfi við aðrar fagstéttir á öldrunar- eða geðsviði, innan félagsþjónustu eða í skólum og eru einnig í samskiptum við aðstandendur skjólstæðinga sinna.

Helstu verkefni
  • mat á ólíkum þörfum skjólstæðinga
  • veita félagsskap og stuðning
  • leiðbeina með réttindi til ýmissar þjónustu
  • leita úrræða og hjálpa skjólstæðingum við að nálgast þau
  • vinna að gerð einstaklings- og þjálfunaráætlana
  • skrá athuganir í dag- og samskiptabækur
Hæfnikröfur

Í starfi félagsliða þarftu að geta hvatt til félagslegrar þátttöku og búa yfir færni og kunnáttu til að efla frumkvæði og sjálfstæði. Einnig er mikilvægt að geta tekst á við erfið samskipti og/eða hegðunarfrávik og hafa þekkingu á mismunandi aðstæðum hinna ýmsu hópa í samfélaginu. Samskiptafærni, sjálfstæði og frumkvæði eru mikilvægir eiginleikar í starfi félagsliða.

Félag íslenskra félagsliða

Námið

Nám félagsliða hefur verið kennt í Borgarholtsskóla. Það er einnig í boði við Fjölbrautaskóla Vesturlands  auk þess sem Menntaskólinn á Egilsstöðum hyggur á slíkt sem fjarnám. Þá hefur fjarnám verið í boði í Fjarmenntaskólanum. Meðalnámstími er þrjú ár að meðtalinni starfsþjálfun.

Félagsliðagátt er einnig í boði á vegum símenntunarmiðstöðva þar sem farið er í sérgreinar brautarinnar. Félagsliðagáttin er undirbúningur fyrir nám félagsliða á þriðja þrepi, alls 1720 klukkustundir og samsvarar 86 framhaldsskólaeiningum.
Það nám er fyrir fullorðið fólk á vinnumarkaði með um þriggja ára starfsreynslu að lágmarki.

Raunfærnimat er einnig í boði, ætlað þeim sem hafa starfsreynslu eða fyrra nám til að byggja á.

Félagsliðabraut
Ekki fyrir þig?

Skoðaðu aðra valmöguleika

Tengd störf

Danskennari

Djákni

Einkaþjálfari

Félags- og tómstundaliði

Félagsráðgjafi

Flokkstjóri í vinnuskóla

Framhaldsskólakennari

Frístundaleiðbeinandi

Náms- og starfsráðgjöf