Einkaþjálfarar leiðbeina við margskonar líkamsæfingar. Í starfinu felst að kenna og sýna rétta tækni við æfingar, fylgjast með og útskýra hvað best sé að gera til að ná árangri. Þá leiðbeina einkaþjálfarar og veita upplýsingar um rétt mataræði og þyngdarstjórnun.

Í starfi sem einkaþjálfari gætirðu unnið á líkamsræktarstöð og/eða við fjarþjálfun á netinu.

Helstu verkefni
  • meta getu, þarfir og líkamlegt ástand einstaklinga
  • búa til einstaklingsmiðar æfingaáætlanir
  • leiðbeina við að ná hámarksárangri út úr æfingum
  • kenna rétta öndun við æfingar
  • fylgjast með framförum og aðlaga æfingaáætlun að þeim
  • huga að öryggi þátttakenda við æfingar
Hæfnikröfur

Einkaþjálfarar þurfa að eiga gott með mannleg samskipti, geta hlustað á óskir viðskiptavina auk þess sem skipulagshæfni er mikill kostur. Áhugi á heilsusamlegu líferni er nauðsynlegur og vilji til þess að leiðbeina öðrum. Einkaþjálfarar þurfa að vera í góðu líkamlegu ástandi enda getur starfið hvort tveggja reynt á úthald og styrk.

Námið

Margir einkaþjálfarar eru menntaðir íþróttafræðingar eða með annað nám og/eða reynslu á því sviði. Heilsuakademía Keilis hefur einnig boðið upp á sérstaka námsleið í einkaþjálfun.

Ekki fyrir þig?

Skoðaðu aðra valmöguleika

Tengd störf

Blómaskreytir

Bókasafns- og upplýsingafræðingur

Búningagerðarmaður

Búningahönnuður

Dansari

Danshöfundur (kóreógraf)

Danskennari

Fatahönnuður

Náms- og starfsráðgjöf