Dagforeldrar sinna þörfum ungra barna og leitast við að veita þeim þroskavænlegt umhverfi. Í starfinu er unnið eftir dagskrá sem felur gjarnan í sér matar- og hvíldartíma, útiveru og ýmsa leiki. Leitast er við að skapa börnunum öryggi með því að sýna þeim ástúð og hafa reglu á hlutunum.
Í starfi sem dagforeldri ertu í miklum samskiptum við foreldra um allt sem varðar starfsemina. Einnig er um að ræða margvísleg samskipti við umsjónaraðila sveitarfélags, svo sem vegna tilkynninga um börn sem hefja eða ljúka vistun, ráðgjafar um meðferð erfiðra barna, samstarf við foreldra, fræðslufunda og reglulegra eftirlitsheimsókna.