Dagforeldrar sinna þörfum ungra barna og leitast við að veita þeim þroskavænlegt umhverfi. Í starfinu er unnið eftir dagskrá sem felur gjarnan í sér matar- og hvíldartíma, útiveru og ýmsa leiki. Leitast er við að skapa börnunum öryggi með því að sýna þeim ástúð og hafa reglu á hlutunum.

Í starfi sem dagforeldri ertu í miklum samskiptum við foreldra um allt sem varðar starfsemina. Einnig er um að ræða margvísleg samskipti við umsjónaraðila sveitarfélags, svo sem vegna tilkynninga um börn sem hefja eða ljúka vistun, ráðgjafar um meðferð erfiðra barna, samstarf við foreldra, fræðslufunda og reglulegra eftirlitsheimsókna.

Helstu verkefni
  • taka á móti börnum að morgni og ræða við foreldra
  • hvetja börnin og þjálfa þau í að hjálpa sér sjálf eftir því sem unnt er
  • leiðbeina börnunum í almennri hegðun og samskiptum
  • útbúa matseðil og gæta þess að fæði sé fjölbreytt og hollt
  • sinna líkamlegum þörfum barnanna svo sem með því að klæða þau í og úr
  • innkaup svo sem á mat, ræstivörum og leikföngum
Hæfnikröfur

Að vera dagforeldri krefst áhuga, þolinmæði, skipulagningar, reglusemi og hæfni í mannlegum samskiptum. Nauðsynlegt er að hafa gaman af börnum og geta sýnt þeim alúð og stuðning. Dagmæður/dagforeldrar þurfa að vera að minnsta kosti 20 ára. Nauðsynlegt er að hafa lokið námskeiði þar sem farið er yfir slys í heimahúsum og fyrstu hjálp, samvinnu við foreldra, barnasjúkdóma, viðbrögð við eldsvoða og skyldur og réttindi dagforeldra. Einnig þarf að skila inn læknisvottorði, umsögn ábyrgra aðila og sakavottorði.

Dagforeldrar í Reykjavík

Dagforeldrar – Kópavogsbær

Dagmamma.is

Námið

Ljúka þarf námskeiði sem sérstaklega er skipulagt fyrir dagforeldra. Slík námskeið hafa til dæmis verið haldin á vegum Hafnarfjarðarbæjar og Skóladeildar Akureyrarbæjar.

Dagforeldranámskeið
Ekki fyrir þig?

Skoðaðu aðra valmöguleika

Tengd störf

Danskennari

Djákni

Einkaþjálfari

Félags- og tómstundaliði

Félagsliði

Félagsráðgjafi

Flokkstjóri í vinnuskóla

Framhaldsskólakennari

Náms- og starfsráðgjöf