Byggingafræðingar vinna við hönnun húsa og annarra mannvirkja, skipuleggja eða stjórna byggingaframkvæmdum ásamt því að sinna eftirliti og veita faglega ráðgjöf.
Í starfi byggingafræðings vinnurðu mikið með arkitektum, verkfræðingum, tæknifræðingum, iðnaðarmönnum og öðru starfsfólk í byggingariðnaði. Byggingarfræðingar starfa víða; sem hönnuðir, verkefnastjórar eða gæðastjórar á arkitekta- og verkfræðistofum, á teiknistofum, hjá tryggingarfélögum eða hjá fyrirtækjum í byggingariðnaði.