STARF

Bifreiðasmiður

Bifreiðasmiðir starfa á bíla- eða réttingaverkstæðum við smíði, réttingar og breytingar burðarvirkja bifreiða. Í starfinu felst einnig að hanna og gera uppdrætti af yfirbyggingum og innréttingum ásamt því að annast ýmsa útreikninga. Bifreiðasmiðir starfa yfirleitt á afmörkuðu sviði innan greinarinnar til dæmis við réttingar, nýsmíði eða breytingar. Bifreiðasmíði er löggilt iðngrein.

Helstu verkefni
  • smíða innréttingar í bíla
  • meta bíla og lagfæra eftir tjón
  • rétta burðargrindur og mæla í réttingabekkjum
  • gera við skemmdir, dældir og slit
  • breyta bílum eftir teikningum
  • setja saman íhluti; bretti, hurðir og stuðara
  • undirbúa málun eftir viðgerð
Hæfnikröfur

Sem bifreiðasmiður þarftu að geta unnið sjálfstætt og skipulega við mat, viðgerð og uppbyggingu bilaðra ökutækja. Einnig þarf að hafa þekkingu til að ráðleggja og leiðbeina um mögulegar viðgerðir auk þess sem mjög reynir á hugkvæmni og úrræðasemi við nýsmíði í greininni.

Bifreiðasmiðir vinna mikið með málm og þurfa að nota margs konar handverkfæri, suðutæki, málmvinnsluvélar, mælitæki og réttingabúnað við vinnu sína.

Námið

Bifreiðasmíði er kennd við Borgarholtsskóla auk þess sem tveggja anna grunndeildir í málmsmíðum og véltækni má finna víða. Nám til bifreiðasmiðs tekur um þrjú og hálft ár.

Raunfærnimat hefur farið fram og/eða kann að vera í boði.

Bifreiðasmíði
Ekki fyrir þig?

Skoðaðu aðra valmöguleika

Tengd störf

Bifvélavirki

Bílamálari

Flotastjóri

Flugmaður

Flugumferðarstjóri

Flugvirki

Hlaðmaður

Hópferðabílstjóri

Náms- og starfsráðgjöf