Bakarar vinna margs konar störf sem tengjast bakstri. Oftast er unnið eftir uppskriftum, þeim breytt ef ástæða er til og valin vinnsluaðferð við hæfi hverju sinni; hnoðað, hrært, þeytt eða mótað. Bakarar taka á móti hráefni, flokka það og meta, ákveða hitastig og baksturstíma og þjónusta viðskiptavini. Bakaraiðn er löggilt starfsgrein.

 
Algengustu vinnustaðir bakara eru bakarí, veitingahús, hótel og sælgætisgerðir.

Helstu verkefni
  • brauð- og smábrauðabakstur
  • köku-, tertu-, konfekt-, sælgætis og eftirréttagerð
  • sætabrauðs- og kexbakstur
  • skreytingar og framleiðsla skyndirétta
  • veisluþjónusta og hlaðborð
  • þrif og sótthreinsun húsnæðis og búnaðar
Hæfnikröfur

Í starfi bakara þarftu að þekkja til algengustu hráefna, kunna á meðferð þeirra og geta sagt til um hollustu- og næringargildi. Mikilvægt er að geta reiknað verð á vöru og þjónustu og sýnt ábyrgð í sambandi við hreinlæti á vinnustað og þjónustu við viðskipavini.

Matvæla- og veitingafélag Íslands

Námið

Námsbraut í bakaraiðn er í Menntaskólanum í Kópavogi. Meðalnámstími er fjögur ár. Að auki er tveggja anna grunnnám matvælagreina kennt við Verkmenntaskólann á Akureyri. Raunfærnimat hefur farið fram og/eða kann að vera í boði.

Bakaraiðn
Ekki fyrir þig?

Skoðaðu aðra valmöguleika

Tengd störf

Gæðaeftirlitsmaður

Kjötskurðarmaður

Matartæknir

Matsveinn

Matvælafræðingur

Mjólkurfræðingur

Næringarfræðingur

Slátrari

Náms- og starfsráðgjöf