Störf almannatengla felast í greiningu úrlausnarefna og sóknarfæra, stefnumótun, ráðgjöf og margvíslegum samskiptum í tengslum við orðspor og upplýsingamiðlun fyrirtækja, samtaka eða opinberra stofnana.

 
Í starfi sem almannatengill getur þú ýmist unnið sjálfstætt eða á sérstökum almannatengslastofum, hjá einstökum fyrirtækjum, félögum eða stofnunum.

Helstu verkefni
  • greiningarvinna
  • úrlausn vandamála
  • ráðgjöf
  • miðlun upplýsinga
  • samskipti við einstaklinga, fjölmiðla, fyrirtæki og stofnanir
  • skrif fréttatilkynninga og greina
  • skipulagning viðburða
  • stefnumótun
Hæfnikröfur

Almannatenglar þurfa að eiga gott með mannleg samskipti, kunna vel að koma fyrir sig orði, vera hvetjandi og lausnamiðaðir. Skipulags- og stjórnunarhæfileikar eru mikilvægir ásamt því að geta unnið sjálfstætt, gert áætlanir og metið árangur. Tölvu- og tungumálaþekking er einnig mjög æskileg.

Námið

Menntun á sviði almanntengsla og markaðsfræða er algeng á meðal fólks sem starfar við almannatengsl en önnur menntun getur einnig komið sér vel, svo sem á sviði kennslu- og fjölmiðlafræða. Háskólinn á Bifröst hefur boðið upp á nám í miðlun og almennatengslum til BA – gráðu.

Ekki fyrir þig?

Skoðaðu aðra valmöguleika

Tengd störf

Aðstoð í verslun

Afbrotafræðingur

Áhrifavaldur

Blaða- og fréttamaður

Blaðberi

Bókari

Bókasafns- og upplýsingafræðingur

Bókbindari

Náms- og starfsráðgjöf