STARF

Aðstoð í málmiðnaði

Aðstoðarmaður í málmiðnaði hjálpar til við nýsmíði, uppsetningu, viðgerðir og viðhald stálvirkja auk smíði, viðhalds og viðgerða á vélbúnaði. Aðallega er um að ræða einfaldari viðhaldsverkefni auk lagerhalds, sendiferða og samskipta við  viðskiptavini.

Alla jafna er unnið undir leiðsögn faglærðra verkstjóra og iðnaðarmanna en einnig  sjálfstætt við afmörkuð verkefni sem tengjast sérþekkingu viðkomandi starfsmanns. Vinnuaðstæður eru með ýmsum hætti, inni og úti, jafnvel við misjöfn loftgæði og getur starfið verið líkamlega krefjandi.

Helstu verkefni
  • efnistaka – efnt niður í lengdir og stærðir
  • suðuvinna – stillt upp/undirbúið fyrir suðu
  • beyging og völsun
  • smíði röra, snittun og samsetning
  • bora/gata efni
  • frágangur og þrif
Hæfnikröfur

Í starfinu þarf að þekkja til notkunar og umhirðu á vélum, verkfærum og hættulegum efnum á borð við mismunandi gastegundir eða sýru.  Afar mikilvægt er að geta fylgt ströngum öryggisreglum auk þess sem hluti starfsins kann að krefjast sérhæfðra réttinda, svo sem notkun á krana eða lyftara.

Starfaprófílar FA 

Námið

Ýmsar námsleiðir eru í boði, svo sem á málmiðnbrautum framhaldsskóla eða námskeið á vegum símenntunarmiðstöðva.

Ekki fyrir þig?

Skoðaðu aðra valmöguleika

Tengd störf

Tæknifræðingur

Tækniteiknari

Náms- og starfsráðgjöf