Viðskipta- og hagfræðibrautir framhaldsskóla bjóða upp á fjölbreytt og almennt bóknám með áherslu á fyrrnefndar greinar. Áherslur í náminu geta einnig tengst markaðs- og lögfræði, bókfærslu, fjármálalæsi, stjórnun og grunnþekkingu á rekstri fyrirtækja. Náminu lýkur með stúdentsprófi.