NÁM

Viðskiptabrautir

Viðskipta- og hagfræðibrautir framhaldsskóla bjóða upp á fjölbreytt og almennt bóknám með áherslu á fyrrnefndar greinar. Áherslur í náminu geta einnig tengst markaðs- og lögfræði, bókfærslu, fjármálalæsi, stjórnun og grunnþekkingu á rekstri fyrirtækja. Náminu lýkur með stúdentsprófi.

Kennsla

Viðskipta- og hagfræðibrautir eru við marga framhaldsskóla og hafa eftirtaldir samþykkta námskrá. Námið gæti verið í boði víðar.

Borgarholtsskóli

Fjölbrautaskóli Suðurlands

Fjölbrautaskólinn í Garðabæ

Fjölbrautaskólinn í Ármúla

Flensborgarskóli í Hafnarfirði

Menntaskólinn í Kópavogi

Verkmenntaskólinn á Akureyri

Verzlunarskóli Íslands

Kröfur

Inntökuskilyrði á viðskipta- og hagfræðibrautir geta verið nokkuð breytileg eftir skólum og best að kanna þau á heimasíðum skólanna. Nemendur þurfa þó að hafa lokið grunnskólaprófi með ákveðinni lágmarkseinkunn í kjarnagreinunum íslensku, dönsku, ensku og stærðfræði.

Námsskipulag

Nám á viðskipta- og hagfræðibrautum er að mestu bóklegt og skiptist alla jafna í kjarna- og valgreinar þannig að laga megi námið ákveðnum þörfum eða áhugasviðum en valið er alltaf mikilvægt er að skipuleggja með hliðsjón af aðgangsviðmiðum háskóla.
Kennslu- og námsaðferðir geta verið fjölbreyttar en í flestum tilfellum er áhersla lögð á virka þátttöku og sjálfstæð vinnubrögð ásamt samvinnu kennara og nemenda.

Að loknu námi

Nám á viðskipta- og hagfræðibraut  getur verið góður undirbúningur fyrir áframhaldandi nám í viðskipta- og skyldum námsleiðum á háskólastigi.

Störf
Ekki þinn tebolli?

Skoðaðu aðra valmöguleika

Náms- og starfsráðgjöf