Vélvirkjun er starfstengt nám á framhaldsskólastigi. Í náminu felst að auka þekkingu og færni á uppbyggingu, vinnsluferli og viðhaldi véla, kælikerfa og loftstýringa. Hugsanlegt er að fá færni sem aflað er á vinnumarkaði metna.
Vélvirkjun er löggilt iðngrein. Meðalnámstími er þrjú ár auk starfsþjálfunar þar sem fylgt er rafrænni ferilbók sem heldur utan um framvindu vinnustaðanámsins.