NÁM

Tollvarsla

Nám í tollvörslu er starfstengt og felst meðal annars í að efla þekkingu á almennum tollfræðum og veita grunn- og sérmenntun við tollafgreiðslu og tollgæslu. Til að mynda er farið í tollalöggjöf og stjórnkerfið, tollflokkun, tollgæslufræði, skýrslugerð, líkamlega þjálfun og hjálp í viðlögum.
 
Námið er að lágmarki 950 kennslustundir auk starfsnáms.

Kennsla

Grunnnám tollvarða og tollendurskoðenda er kennt við Tollskóla ríkisins sem heyrir undir embætti tollstjóra.

Kröfur

Þau sem hafa fengið ráðningu sem tollverðir eða í störf við tollendurskoðun hafa möguleika á að taka inntökupróf í námið. Tollstjóri getur einnig ákveðið hvort aðrir en tollstarfsmenn stundi námið. Tollstarfsmenn eru launaðir meðan á námi stendur.

Námsskipulag

Grunnnám tollvarða og tollendurskoðenda skiptist í kjarnafög og starfsnám. Fjarnám kann að vera í boði. Sjá reglugerð um námið.

Að loknu námi

Námið veitir réttindi til að starfa sem tollvörður og við tollendurskoðun. Auk þess býður skólinn upp á ýmis námskeið fyrir utanaðkomandi aðila og sinnir sí- og endurmenntun tollstarfsmanna.

Störf
Tollvörður
Ekki þinn tebolli?

Skoðaðu aðra valmöguleika

Náms- og starfsráðgjöf