Þroskaþjálfafræði er starfstengt nám á háskólastigi. Megintilgangur námsins er að veita innsýn í kenningar og rannsóknir um fötlun og þroskaþjálfafræði á sem fjölbreyttastan hátt, kynnast aðstæðum fatlaðs fólks og starfsvettvangi þroskaþjálfa.
Grunnnáminu lýkur með BA prófi og er þá hægt að sækja um starfsleyfi sem þroskaþjálfi.
Námstími grunnnáms er þrjú ár.