Tannsmíði er grunnnám á háskólastigi. Megintilgangur námsins er að tryggja að nemendur séu að því loknu færir um að smíða gervigóma, lausa tannhluta, postulínsbrýr og tannplanta. Áhersla er lögð á að nota nútímaleg, árangursrík og viðurkennd úrræði við smíðina, ávallt með hagsmuni sjúklinga að leiðarljósi. Tannsmíði er löggilt heilbrigðisgrein.
Náminu lýkur með BS prófi. Námstími er þrjú ár.