Tækniteiknun er starfstengt nám á framhaldsskólastigi. Í náminu felst að nemendur öðlist þekkingu og færni til að takast á við þau viðfangsefni sem tilheyra greininni, meðal annars frágang og faglega umsjón með teikningum og tilheyrandi gögnum, kerfisstjórnun teiknikerfa, framsetningu og kynningu gagna.

Meðalnámstími er þrjú ár.

Kennsla

Tækniteiknun er kennd við Tækniskólann – skóla atvinnulífsins.

Kröfur

Nemendur þurfa að hafa lokið skyldunámi í samræmi við Aðalnámskrá grunnskóla, sjá nánar á heimasíðum skóla.

Námið hefur verið lánshæft til framfærsluláns og annarra lána hjá Menntasjóði námsmanna. Eins veita fag- og stéttarfélög oft styrki til náms. Fáðu frekari upplýsingar hjá þínu félagi.

 
Námsskipulag

Nám í tækniteiknun skiptist í almennar bóklegar greinar, bundnar sérgreinar og sérgreinar samkvæmt vali.  Athugaðu hvort námið eða hluti þess geti verið kennt í fjarnámi.

Að loknu námi

Námið getur hentað til undirbúnings frekara námi í tæknigreinum og byggingariðnaði auk þess sem hægt er að ljúka viðbótarnámi til stúdentsprófs. Veitir það einnig réttindi til að starfa sem tækniteiknari.

Störf
Tækniteiknari
Ekki þinn tebolli?

Skoðaðu aðra valmöguleika

Náms- og starfsráðgjöf