NÁM

Sótthreinsitækni

Sótthreinsitækni er nám á framhaldsskólastigi. Í náminu er lögð áhersla á að þjálfa nákvæmni í vinnubrögðum, áreiðanleika og hæfni til að vinna sjálfstætt við dauðhreinsun tækja og áhalda innan heilbrigðisgeirans. Möguleiki er að fá færni sem aflað er á vinnumarkaði metna.

Kennsla

Nám í sótthreinsitækni hefur verið í boði við Fjölbrautaskólann í Ármúla sem hluti af námsframboði Heilbrigðisskólans.

Einnig hefur verið boðið upp á svokallaða „Sótthreinsitæknabrú“ sem ætluð er 22 ára og eldri sem óska eftir að fá starfsreynslu metna til styttingar á námi.Sýna þarf fram á að lágmarki tveggja ára starfsreynslu.

Kröfur

Umsækjendur þurfa að hafa lokið skyldunámi í samræmi við Aðalnámskrá grunnskóla en einnig er gerð krafa um góða íslenskukunnáttu. Þá er miðað við að nemendur hafi náð 18 ára aldri þegar þeir hefja vinnustaðahluta námsins.

Fræðslusjóðir stéttarfélaga veita oft styrki til náms. Fáðu frekari upplýsingar hjá þínu félagi.

Námsskipulag

Nám í sótthreinsitækni skiptist í almennar greinar, almennar heilbrigðisgreinar, sérgreinar fyrir sótthreinsitækna og vinnustaðanám. Meðalnámstími er  tvö ár; þrjár annir í skóla og 15 vikna vinnustaðanám á heilbrigðisstofnun að skólanáminu loknu – sjá nánar um vinnustaðanámið.

Að loknu námi

Að loknu þriggja anna námi í skóla tekur við fimmtán vikna vinnustaðanám undir leiðsögn starfandi sótthreinsitæknis.

Nám í sótthreinsitækni undirbýr nemendur undir sérhæfð störf við dauðhreinsun tækja og áhalda á heilbrigðisstofnunum og í fyrirtækjum í heilbrigðisþjónustu.

Störf
Sótthreinsitæknir
Ekki þinn tebolli?

Skoðaðu aðra valmöguleika

Náms- og starfsráðgjöf