Skipstjórn er starfstengt nám á framhaldsskólastigi. Meginmarkmið námsins er að nemendur verði færir um að sigla flutninga-, farþega- og fiskiskipum. Í því felst að auka færni og þekkingu á siglingafræði, stjórnunaraðferðum, notkun siglingatækja ásamt reglum og öryggi er tengjast skipum og siglingum. Hugsanlegt er að fá færni sem aflað er á vinnumarkaði metna á móti verklegum greinum (raunfærnimat).
Skipstjórn er löggilt starf. Meðalnámstími er fjögur ár til fullra skipstjórnarréttinda.