NÁM

Sagnfræði

Sagnfræði er nám á háskólastigi. Í náminu er fjallað um heimildir um mannleg samfélög, stjórnkerfi, stjórnmál, lifnaðarhætti, atvinnuvegi og efnahagslíf. Markmið námsins er að nemendur fái góða yfirsýn yfir bæði almenna sögu og Íslandssögu, og öðlist jafnframt færni til að rannsaka sjálfir mannleg samfélög með aðferðum sagnfræðinnar.

  • Grunnnámi lýkur með BA – gráðu
  • Námstími er þrjú ár

Námsvalshjól Háskóla Íslands

Kennsla

Nám í sagnfræði hefur verið kennt innan Sagnfræði- og heimspekideildar H.Í. Fyrir utan BA – námið hafa þrjár námsleiðir verið í boði til meistaraprófs; sagnfræði MA,  hugmynda- og vísindasaga, og sögukennsla.

Kröfur

Inntökuskilyrði eru stúdentspróf eða sambærilegt nám.

Námið er lánshæft til framfærslu og skólagjalda hjá Menntasjóði námsmanna. Fræðslusjóðir stéttarfélaga veita oft styrki til náms. Fáðu frekari upplýsingar hjá þínu félagi.

Námsskipulag

Kennslan byggir að mestu á fyrirlestrum og samræðum. Áhersla er lögð á góða tímasókn, undirbúning og lestur á því efni sem til umfjöllunar er hverju sinni.

Að loknu námi

Sagnfræðimenntað fólk starfar víða svo sem við kennslu, í fjölmiðlum eða innan stjórnsýslunnar.

Störf
Sagnfræðingur
Fornfræðingur
Ekki þinn tebolli?

Skoðaðu aðra valmöguleika

Náms- og starfsráðgjöf