Námsbrautir þar sem nemendur setja sjálfir saman sitt stúdentspróf eftir áhugasviðum og áformum um framhaldsnám, kallast ýmist fjölgreina-, kjörnáms eða opnar brautir. Því er mikið um val og mikilvægt að hafa ákveðnar hugmyndir um að hverju er stefnt í framhaldinu. Kjörsviðs- og valáfangar geta eftir skólum, verið hvort heldur úr bók-, list eða verknámi og jafnvel ein leið fyrir starfsnámsnemendur til að ljúka stúdentsprófi.

Kennsla

Opnar brautir í einhverri mynd hafa verið í boði við flesta framhaldsskóla og best að kynna sér fyrirkomulagið á heimasíðum hvers skóla fyrir sig.

Kröfur

Inntökuskilyrði á opnar brautir geta verið breytileg eftir skólum og best að kanna þau á heimasíðum skólanna. Nemendur þurfa þó að hafa lokið grunnskólaprófi með ákveðinni lágmarkseinkunn í bóklegum kjarnagreinum.

Námsskipulag

Nám á opnum brautum getur verið hvort tveggja bóklegt og verklegt og ræðst samsetningin af vali nemanda. Valdar eru ákveðnar greinar eða námssvið til sérhæfingar með tilliti til þess framhaldsnáms sem stefnt er að. Kennsluaðferðir eru alla jafna fjölbreyttar og verkefnamiðaðar, áhersla lögð á sjálfstæð vinnubrögð og samvinnu kennara og nemenda.

Að loknu námi

Nám á opnum brautum til stúdentsprófs er ekki hugsað sem lykill að fyrirfram ákveðnum greinum á háskólastigi heldur áformum hvers og eins nemenda um áframhaldandi nám. Við skipulagningu námsins er því nauðsynlegt að hafa samráð við brauta- eða deildarstjóra, náms- og starfsráðgjafa eða aðra fagaðila.

Störf
Ekki þinn tebolli?

Skoðaðu aðra valmöguleika

Náms- og starfsráðgjöf