Náttúru- og raunvísindabrautir framhaldsskóla bjóða upp á almennt en fjölbreytt bóknám með áherslu á stærðfræði ásamt viðfangsefnum og vinnubrögðum náttúruvísinda á borð við eðlisfræði, efnafræði, líffræði og jarðfræði. Slíkar brautir eru ekki síst hugsaðar til undirbúnings fyrir frekara nám í raunvísindum, tæknigreinum eða heilbrigðisvísindum. Náminu lýkur með stúdentsprófi.