NÁM

Matvælafræði

Matvælafræði er nám á háskólastigi. Í náminu blandast saman raunvísindi og heilbrigðisvísindi með áherslu á lausnir við framleiðslu, vinnslu og þróun matvæla, líftækni, öryggi og nýtingu.

  • Grunnnámi lýkur með BS gráðu
  • Námstími er þrjú ár

Námsvalshjól Háskóla Íslands

Kennsla

Nám í matvælafræði hefur verið kennt innan Matvæla- og næringarfræðideildar Háskóla Íslands, grunnnám til BS -prófs og einnig framhaldsnám til meistaragráðu.

Kröfur

Inntökuskilyrði eru stúdentspróf eða sambærilegt nám. Mælt er með að umsækjendur hafi lokið ákveðnum einingafjölda í stærðfræði og raungreinum.

Námið er lánshæft til framfærslu og skólagjalda hjá Menntasjóði námsmanna. Fræðslusjóðir stéttarfélaga veita oft styrki til náms. Fáðu frekari upplýsingar hjá þínu félagi.

Námsskipulag

Nám í matvælafræði er hvort tveggja bóklegt og verklegt þar sem sérstök áhersla er lögð á nýsköpun. Unnið er í nánu í samstarfi við fyrirtæki úr atvinnulífinu með hagnýtum verkefnum, fyrirtækjaheimsóknum og gestafyrirlesurum, innlendum sem erlendum.

Að loknu námi

Að loknu BS prófi má nota starfsheitið matvælafræðingur þó í dag ljúki flestir matvælafræðingar meistaranámi. Atvinnutækifæri í greininni eru góð en matvælafræðingar vinna ýmist hjá einkafyrirtækjum, sprotafyrirtækjum eða opinberum stofnunum í matvælaiðnaði, líftækni og lyfjaiðnaði.

Störf
Matvælafræðingur
Ekki þinn tebolli?

Skoðaðu aðra valmöguleika

Náms- og starfsráðgjöf