Matartækni er starfsnám á framhaldsskólastigi og fer fram í skóla og atvinnulífi. Meginmarkmið námsins er að nemendur hljóti nauðsynlega þekkingu, leikni og hæfni til að takast á við kröfur heilbrigðisstofnana og mötuneyta um matreiðslu sérfæðis og hollt og næringarríkt almennt fæði. Nemendur gera áætlanir, pöntunar-og verkefnalista, setja saman matseðla fyrir mismunandi hópa og vinna eftir gæðastöðlum um hreinlæti og meðferð matvæla. Möguleiki er að fá færni sem aflað er á vinnumarkaði metna.
Matartækni er löggild heilbrigðisgrein. Meðalnámstími er um þrjú ár að meðtalinni starfsþjálfun þar sem fylgt er rafrænni ferilbók sem heldur utan um framvindu vinnustaðanámsins.