Mannauðsstjórnun er meistaranám á háskólastigi þar sem fjallað er um mannauð innan fyrirtækja og stofnana með áherslu á stjórnun, samskipti, greiningarvinnu og þróun mannauðs og skipulagsheilda.

Kennsla

Háskóli ÍslandsMannauðsstjórnun til meistaragráðu að loknu BA/BS prófi.

 

Háskólinn á Bifröst: Nám til meistaragráðu sem kallast Forysta og stjórnun, annars vegar með áherslu á mannauðsstjórnun en verkefnastjórnun hins vegar.

 

Háskólinn í ReykjavíkMeistaranám í mannauðsstjórnun og vinnusálfræði. Einnig lengri og styttri námskeið á vegum Opna háskólans.

Kröfur

Ljúka þarf þriggja ára grunnnámi í háskóla til að fá inngöngu í meistaranám.

Námið er lánshæft til framfærslu og skólagjalda hjá Menntasjóði námsmanna. Fræðslusjóðir stéttarfélaga veita oft styrki til náms. Fáðu frekari upplýsingar hjá þínu félagi.

Námsskipulag

Nám í mannauðsstjórnun er hvort tveggja fræðilegt og hagnýtt. Námið við HÍ og HR er staðbundið en á Bifröst er boðið upp á fjarnám með tveimur staðbundnum lotum.

Að loknu námi

Mannauðsstjórnun nýtist í margs konar störfum þar sem reynir á mannaforráð, svo sem í tengslum við stjórnun, ráðgjöf, fræðslumál og breytingar hvort tveggja hjá fyrirtækjum og stofnunum.

Störf
Mannauðsstjóri
Ekki þinn tebolli?

Skoðaðu aðra valmöguleika

Náms- og starfsráðgjöf